Allar takmarkanir á samkomum innanlands, þar með talið fjöldatakmarkanir, grímuskylda, nálægðarregla og opnunartímar veitinga- og skemmtistaða hafa nú verið felldar úr gildi.
Ríkisstjórnin kynnti þessi áform á blaðamannafundi á föstudag en afléttingin tók gildi á miðnætti.
Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán mánuði sem engar kvaðir, sem ekki voru til staðar fyrir COVID 19-faraldurinn, eru gildandi.
Tæplega 260 þúsund manns hafa að minnsta kosti fengið fyrsta skammt af bóluefni og allir verða búnir að fá boð í seinni sprautu í næsta mánuði. Bólusetningaþátttakan er 88 af hundraði, að því fram kemur í frétt RÚV.