Opið fyrir umsóknir um orlofshús í sumar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna sumarúthlutunar orlofshúsa MATVÍS. Umsóknartímabilið er til 22. mars, eins og áður hefur verið auglýst.

Venju samkvæmt verður úthlutað eftir punktakerfi.

Hér má sjá orlofshús MATVÍS. Sjö hús og íbúðir eru á Íslandi en auk þess hefur félagið til útleigu hús á Spáni og í Flórída í Bandaríkjunum.