Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lausar vikur í orlofshúsum félagsins. Um er að ræða vikur sem ekki gengu út í almennri sumarúthlutun.

Sú regla gildir hér eftir að fyrstur kemur, fyrstur fær. Það skiptir því máli að vera snöggur að gera upp hug sinn og sækja um.

Rétt er að benda á að sami punktafjöldi dregst af þeim félagsmönnum sem fá hús í þessari umferð og þeim sem fengu hús í sumarúthlutun á dögunum.