Opnað fyrir úthlutun á Spáni

Opnað verður fyrir úthlutanir á orlofshúsi félagsins á Spáni á mánudaginn, 15. nóvember klukkan 09:00. Þá er hægt er að bóka húsið á tímabilinu 13. apríl til 10. október 2022.

Eins og áður gildir reglan fyrstur kemur – fyrstur fær, við þessa úthlutun. Sérstök athygli er vakin á því að 13.-20. apríl er páskavikan.