Rannsókn sýnir dramatísk heilsufarsáhrif erfðabreyttra afurða
Fimm landssamtök og þjónustuaðilar hvetja til breyttrar stefnumótunar og meiri aðgæslu
Ný frönsk vísindarannsókn bendir til þess að langtíma neysla erfðabreyttra afurða kunni að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Rannsóknin sýnir skaðleg heilsufarsáhrif erfðabreytts maísyrkis sem víða er notað í dýrafóður og matvæli og varpar hún þar með ljósi á alvarlegar brotalamir í leyfisveitingakerfi sem notast er við í Evrópu og hér á landi.Af þessu tilefni hafa fimm landssamtök og þjónustuaðilar skorað á stjórnvöld að stöðva leyfisveitingar til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum hér á landi, þar til fram hefur farið gagnger endurskoðun á regluverki slíkra leyfisveitinga. Í opnu bréfi sem þessir aðilar hafa sent stjórnvöldum er þess einnig krafist að vísindarannsóknir sem lagðar eru til grundvallar leyfisveitingum verði gerðar gegnsærri og óháðari hagsmunum líftæknifyrirtækja.
Sjá nánar:
Opið bréf MATVÍS, NLFÍ, Neytendasamtakanna, Slow Food og Túns til stjórnvalda
Álit Evrópsku vísindasamtakanna ENSSER
Matvæla- og veitingafélag Íslands
Náttúrulækningafélag Íslands
Neytendasamtökin
Slow Food Reykjavík
Vottunarstofan Tún
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Á Gunnarsson, s. 820 4130, tun@tun.is.