Rýmri opnunartími leyfður

Ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsótta hefur tekið gildi. Reglugerðin kveður á um rýmri heimildir en gilt hafa að undanförnu. Hér fyrir neðan eru þær takmarkanir sem í gildi eru vegna veitingastaða, skemmtistaða og kráa.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar mega hafa opið til kl. 00.00 alla daga vikunnar með að hámarki 500 gesti í rými og 1 metra nálægðarmörkum. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.00.

Skemmtistaðir og krár mega hafa opið til kl. 00.00 alla daga vikunnar með að hámarki 500 gesti í rými. Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina. Allir gestir skulu skráðir á nafn, kennitölu og símanúmer. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 1.00.

Þó er heimilt að halda einkasamkvæmi á veitingastöðum þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar lengur en til kl. 00.00 að því gefnu að vínveitingaleyfi sé ekki nýtt, allir gestir séu skráðir og ekki fleiri í heildina en 500.