Sameiginleg móttaka iðnfélaganna í Húsi Fagfélaganna var opnuð formlega með pompi og prakt sl föstudag þegar formenn félaganna klipptu á borða af því tilefni. Með þessum áfanga er enn eitt skrefið stigið í átt að aukinni þjónustu við félagsmenn og hagræðingu í rekstri félaganna.
Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Hilmar Harðarson formaður FIT og Óskar H. Gunnarsson formaður MATVÍS.