Síðasta vikan til að sækja um orlofshús

Þessi vika er sú síðasta þar sem hægt er að sækja um sumardvöl í orlofshúsum MATVÍS.

Umsóknartímabilið er til 22. mars, eins og áður hefur verið auglýst, en úthlutað verður eftir punktakerfi.

Hér má sjá orlofshús MATVÍS. Sjö hús og íbúðir eru á Íslandi en auk þess hefur félagið til útleigu hús á Spáni og í Flórída í Bandaríkjunum.