Enn er opið fyrir innritun í bakstur, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólann fyrir haustönn 2022. Sama máli gildir um 3. bekk Verkmenntaskólans á Akureyri í matreiðslu.
Innritun í þetta nám stendur yfir en henni lýkur föstudaginn 22. apríl. Fólk þarf því að hafa hraðar hendur.
Innritun í matsveina- og matartæknanám Hótel- og matvælaskólans stendur yfir til 15. maí.
Nemendur sækja um rafrænt í gegnum menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi og nota til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um á vefnum: Innritun í framhaldsskóla | Menntamálastofnun (mms.is