Sjö hundruð umsækjendum um iðnnám vísað frá

Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Svo er spurt í grein á vef Samiðnar, sambands iðnfélaga.

Þar er fjallað um að 700 umsækjendum um iðnnám hafi verið synjað um skólavist fyrir komandi vetur. Bent er á að vegna forgangs grunnskólanema eigi 18 ára og eldri nánast enga möguleika á að komast í iðnnám. Það sé alvarlegt mál.

 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál.

„Um­sókn­ir í starfs­nám á vorönn 2021 voru 52,2% af heild­ar­fjölda um­sókna í fram­halds­skóla en að sama skapi var höfn­un­ar­hlut­fallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flest­ir um­sækj­end­ur á fram­halds­skóla­stig­inu sækj­ast eft­ir því að kom­ast í starfs­nám en að sama skapi er það áhyggju­efni að þar er flest­um hafnað. Hér þarf að gera bet­ur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfs­námi tæki­færi til að hefja sitt nám. Með starfs­námi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði.“

Í greininni er líka fjallað um löggildingar iðngreina. Þar er vitnað í niðurstöður skýrslu OECD, þar sem lagt var til að löggilding í tilteknum iðngreinum yrði afnumin. „Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við.“

Sjá nánar hér.