Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, miðvikudaginn 25. febrúar. Þar verður keppt í blinsmakki, verklegum vinnubrögðum, vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu. Þetta kemur fram á Veitingavefnum.
Þar segir að keppnin fari fram á ensku, þar sem sigurvegari hennar muni verða fulltrúi Íslands í alþjóðlegum keppnum.
Vínþjónasamtök Íslands, sem standa að keppninni, bjóða þeim sem lenda í þremur efstu sætunum allt að 30 klukkustundir í keppnisundirbúning. Í því felst aðstoð við bóklegan lærdóm, blindsmökkun og verkleg vinnubrögð.
Þá segir að Íslandsmeistarinn muni hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum upp á 250 þúsund krónur til að nýta í frekari menntun á vegum WSET eða CMS/ASI.
Kynningarfundur fyrir keppnina verður haldinn föstudagdaginn 19. febrúar klukkan 11:30 á Brass Ktichen&Bar. „Fundurinn er opinn öllum og allar spurningar eru velkomnar,“ segir í fréttinni. Þar segir enn fremur að áhugasamir geti skráð sig til keppni á með því að senda á netfangið info@vinthjonasamtok.is. Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 19. febrúar.
Norðurlandamót vínþjóna 2021 fer fram á Íslandi dagana 24.-26. september.