IÐAN fræðslusetur stendur fyrir tveimur spennandi námskeiðum á næstu dögum. Annars vegar er um að ræða þriggja stunda námskeið sem ætlað er þeim sem annast salatbari á veitingahúsum og í mötuneytum. Hins vegar er um að ræða námskeið í innra eftirliti í eldhúsum. Það námskeið er 2. febrúar er er svo kennt á ensku tveimur dögum síðar. Óhætt er að hvetja fólk til að skrá sig á þessi námskeið.
Ferskasti salatbarinn, bragðgóð fjölbreytni
- Fyrir þessa hópa: Matreiðslumenn, matartæknar, matsveinar og starfsfólk í mötuneytum.
- Lengd: 3 klukkustundir í fjarnámi
- Hvenær: 27. janúar kl. 14:00
- Kennari: Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari
- Verð til aðila IÐUNNAR: 4.000 kr.
Námskeiðið um ferskasta salatbarinn er einkum ætlaður þeim sem annast salatbari á veitingahúsum og í mötuneytum. Í stórum mötuneytum og á veitingastöðum er nauðsynlegt að bjóða uppá bragðgóða og fjölbreytilega salatbari. Á námskeiðinu er farið yfir meðhöndlun á hráefni, hvernig megi breyta áherslum og uppsetningu á salatbörum með einföldum hætti, fjallað verður um hráfæðissalöt, vegan salöt, hvernig hægt er að bæta nýtingu hráefnis ofl. Námskeiðið er í formi sýnikennslu og gert er ráð fyrir virkri þátttöku og umræðum yfir netið.
Innra eftirlit í eldhúsum – HACCP í streymi
- Fyrir þessa hópa: Starfsfólk í veitingahúsum, mötuneytum og bakaríum.
- Lengd: 3 klukkustundir í fjarnámi
- Hvenær: 2. febrúar kl. 14:00
- Kennari: Elísabet Katrín Friðriksdóttir
- Verð til aðila IÐUNNAR: 3.500 kr.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á innra eftirliti í eldhúsum, HACCP, s.s persónulegu hreinlæti, þrifum, vörumóttöku, á meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, á kjarnhita, á örverum og vexti þeirra í matvælum, krossmengun og fl.
Athugið að námskeiðið er kennt á ensku 4. febrúar.