MATVÍS er hluti af samfloti Iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Samtök Atvinnulífsins (SA). Fjöldi funda hafa verið haldnir til að vinna að gerð nýs kjarasamnings. Ótímabært er að segja til um það hvenær kjarasamningar muni nást en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en samninganefnd okkar telur æskilegt.
Það er ljóst að miklar væntingar voru um að ríkisstjórnin myndi koma með jákvæð innlegg í ýmsum málum svo sem húsnæðismálum, til að sporna við kennitöluflakki og brotastarfsemi á vinnumarkaði og í skattamálum. Ljóst er að innlegg í skattamálum verður ekkert á þessu ári og því mun það ekki létta undir hjá þeim sem eru í lægri tekjuendanum né launafólks í millitekjuhópnum.
Ljóst er að á næstu dögum mun reyna verulega á viðræðurnar og mun sameiginleg viðræðunefnd iðnaðarmanna taka sameiginlega ákvörðun um það hvernig næstu skref verða tekin í viðræðunum.