Það var samningafundur milli MATVÍS og SA áðan og málin þokast í rétta átt. Það er aftur fundur um sérmál MATVÍS í fyrramálið og sennilega sameiginlegur fundur iðnaðarmanna með SA vegna sameiginlegra sérmála.

Það gengur vel að samræma þá fjóra kjarasamninga sem hafa verið hjá MATVÍS í einn samning. Vonast til þess að það klárist í fyrramálið.

Við komum til með að gera það sem í okkar valdi er til þess að afstýra verkfalli 23.06. Við höfum tíma til kl. 23.59 á mánudagskvöld en vonandi tekst að klára fyrir þann tíma til þess að létta af óvissu ástandinu.

Níels