Starfsreglur vinnudeilusjóðs MATVÍS
vegna tímabundins verkfalls í júní

Samkvæmt reglum vinnudeilusjóðs MATVÍS skal greitt kr. 150.000 á mánuði, sem er 6.922 fyrir hvern verkfallsdag.
Rétt til verkfallsbóta eiga allir félagsmenn sem eru á kjörskrá og verða fyrir launatapi vegna vinnustöðvunar eða verkbanns.
Heimilt er félagsmönnum að sækja um styrk úr sjóðnum, sækja þarf um á þar til gerðu rafrænu eyðublaði á vef MATVÍS, styrkir verða greiddir út í upphafi júlímánaðar.
Að öðru leyti er vísað í reglugerð vinnudeilusjóðsRead More

 

Vegna ótímabundins verkfalls í ágúst

Samkvæmt reglum vinnudeilusjóðs skal greitt kr. 150.000 á mánuði, sem er 6.922 fyrir hvern verkfallsdag.

Heimilt er félagsmönnum að sækja um styrk úr sjóðnum, er vinnustöðvun eða verkbann hefur staðið yfir í 8 daga, á þar til gerðu rafrænu eyðublaði á vef MATVÍS.

Rétt til verkfallsbóta eiga allir félagsmenn sem eru á kjörskrá og verða fyrir launatapi vegna vinnustöðvunar eða verkbanns.

Eingöngu verður úthlutað fyrir viku í senn samkvæmt umsókn á þar til gerðu rafrænu eyðublaði á vefsvæði sjóðanna.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að úthluta úr sjóðnum í sérstökum tilvikum í og eftir að verkfalli er lokið. Stjórn sjóðsins hefur heimild til þess að ákvarða upphæð styrkja hverju sinni eftir stöðu sjóðsins.

Sé tekin ákvörðun um frestun verkfalls hjá einstökum félögum er heimilt að styrkja vinnudeilusjóði þeirra félaga sem eru í vinnustöðvun.

Að öðru leyti er vísað í reglugerð vinnudeilusjóðs.