Í gegnum tíðina hefur með jöfnu millibili skotið upp kollinum umræða um

stofnun klúbbs þar sem framreiðslumeistarar gætu haft vettvang til umræðu og

skoðannaskipta um fagleg málefni. Fyrir um ári kom saman hópur með það í

huga að stofna samtök/samráðhóp með þessi markmið að leiðarljósi.

Mánudaginn 1. desember var síðan haldinn fyrsti fundur til stofunar Klúbbs

Framreiðslumeistara. Mættu 18 meistara til fundarins sem fór fram í Hótel- og

matvælaskólanum í MK. Komu fram hugmyndir um hver áherslu atriði

klúbbsins yrðu og voru t.d. rædd mál sem snúa að þjónustu almennt hér á

landi og einnig þátttaka í erlendu samstarfi, í fagkeppnum o.fl. Voru

fundarmenn ánægðir með þær hugmyndir sem fram komu og voru umræður

góðar og mikill áhugi fyrir stofnun klúbbsins.

Ákveðið var að næsti fundur Klúbbs Framreiðslumeistara verði haldinn á

Stórhöfða 31 mánudaginn 19. janúar 2015 kl. 16:00. Farið verður yfir

hugmyndir undirbúningsnefndar er snúa að því hvernig starfsemi klúbbsins

verði háttað og þau verkefni sem hann myndi taka að sér á komandi

misserum.

Gaman væri að sjá sem flesta framreiðslumeistara á Stórhöfða 19. janúar

2015.

Netfang klúbbsins er kfm@kfm.is og er hægt að senda inn fyrirspurnir og

annað á netfangið.

Í undirbúningsnefnd klúbbsins eru:

Agnar Fjeldsted

Baldur Sæmundsson

Gígja Magnúsdóttir

Hörður Sigurjónsson

Trausti Víglundsson

Sigrún Guðmundsdóttir

Sigrún Þormóðsdóttir