Athygli er vakin á því að innritun nemenda í matvælagreinar við Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi fer fram 1. mars til 1. apríl.
Í skólanum er hægt að leggja stund á ýmsar iðngreinar, svo sem bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn, matreiðslu, grunndeild matvæla- og ferðagreina auk viðbótarnáms til stútdentsprófs.
Iðnnám í matvælgreinum er samningsbundið iðnnám sem tekur ýmist þrjú eða fjögur ár, að því er fram kemur á vef skólans.
Námið fer fram í skóla og á vinnustað og þurfa nemendur að vera komnir á námssamning (sjá nánari upplýsingar á Idan.is) áður en þeir hefja nám í skóla. Meginmarkmið iðnnáms í matvælagreinum er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem tilheyra greinunum.
Nánari upplýsingar veitir Baldur Sæmundsson, áfangastjóri skólans. Netfangið hans er afangastjori.verknam@mk.is.