Opnað fyrir sumarúthlutun orlofshúsa 1. mars

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús í sumar þann 1. mars klukkan 09:00. Hægt verður að sækja um til 22. mars en orlofshúsum verður venju samkvæmt úthlutað eftir punktakerfi.

Hér má sjá orlofshús MATVÍS. Sjö hús og íbúðir eru á Íslandi en auk þess hefur félagið til útleigu hús á Spáni og í Flórída í Bandaríkjunum.

Athugið að hægt er að sækja um orlofshús um páskana til 12. febrúar.