Til tíðinda dró á þingi ASÍ

Til tíðinda dró á yfirstandandi þingi ASÍ í dag. Sólveig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, Ragn­ar Þór Jóns­son, formaður VR, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, drógu fram­boð sín til forystu í sambandinu til baka og gengu út af þing­inu.

Þremenningarnir telja að sér vegið innan sambandsins. Í máli þeirra nú í kvöld hefur komið fram að framtíð þeirra félaga sem þau veita forstöðu innan Alþýðusambandsins sé í uppnámi. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar.

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, sem einnig hafði boðið sig fram til forystu í ASÍ, sagði í kvöldfréttum að tíðindin hefðu komið á óvart.

Í kvöld hefur komið fram að Kristján Þórður Snæbjarnarson, sitjandi forseti ASÍ, íhugar nú stöðu sína í ljósi nýrra fregna. Hann hafði áður gefið út að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram.

Samkvæmt dagskrá verður kosið um nýja forystu ASÍ eftir hádegi á morgun, miðvikudag.