Tillaga uppstillingarnefndar

Uppstillingarnefnd MATVÍS hefur skilað tillögu sinni um stjórn, trúnaðarráð og skoðunarmenn fyrir starfsárið 2022-2023. Tillöguna má sjá hér að neðan. Frestur annarra sem vilja b´jóða sig fram til trúnaðarstarfa fyrir félagið rennur út 15. febrúar. Nánar má lesa um það neðst í fréttinni.

Uppstillingarnefnd

Í lögum félagsins um uppstillingarnefnd segir:

Fyrir lok nóvember skal stjórn og trúnaðarráð kjósa þrjá menn í nefnd til að gera tillögur um félagsmenn í stjórn og önnur trúnaðarstörf félagsins. Í störfum sínum skal nefndin tryggja það að allar deildir innan félagsins eigi fulltrúa í stjórn og ráðum. Nefndin skal hafa lokið störfum og lagt tillögur sínar fyrir stjórn og trúnaðarráð til samþykktar fyrir lok janúarmánaðar. Samþykktur listi vegna stjórnar og trúnaðarráðs skal liggja frammi á skrifstofu félagsins og birtast samhliða á heimasíðu þess eigi síðar en 1. febrúar til aðalfundar.

Aðrir listar til stjórnar og trúnaðarráðs og einstaklingsframboð til annarra trúnaðarstarfa félagsins, þurfa að hafa borist skrifstofu félagsins eigi síðar en 15. febrúar.