Tómatsósan varð hlutskörpust í könnun MMR um meðlæti með pylsum í brauði. Samkvæmt könnuninni velja 91% landsmanna tómatsósu í pylsubrauðið. 85% setja steiktan leik á pylsuna en 74% pylsusinnep. Remúlaðið velja 66% landsmanna en hráan lauk 60%. Fjórðungur velur eina með öllu.
Þetta kemur fram á vef MMR. Pylsan hefur stundum verið nefnd þjóðarréttur Íslendinga. Könnunin rennir stoðum undir þá nafnbót því 95% svarenda svöruðu því til að þeir borðuðu pylsur í brauði.
Á meðal óhefðbundins meðlætis sem nefnt var í könnuinni, sem gerð var í sumar, má nefna hvíta pylsusósu (4%) og beikon (4%). Ost, kokteilsósu og súrar gúrkur velja um 2% landsmanna.