Tvö námskeið á sviði matvæla og veitinga eru á dagskrá IÐUNNAR fræðsluseturs í vikunni. Þann 6. apríl fer fram netnámskeið í framlínunstjórnun. Um er að ræða námskeið á ensku. Hér má sjá enska lýsingu á námskeiðinu:
A comprehensive management course for frontline managers. The goal of the course is to increase the proficiency of restaurant managers. The course will cover general management and leadership responsibility, communication, human resource management, handling conflicts, peer management, project management etc.
Daginn eftir, þann 7. apr´íl, fer fram násmekið sem ber heitið Eldun ofnæmisfæðis. Námskeiðið er verklegt og er fyrir starfsfólk í eldhúsum.
Markmið námskeiðisins er að fara yfir úrræði og leiðbeiningar í fæðismeðferð og matreiðslu. Auka þekkingu á ýmsum sérvörum fyrir ofnæmi og óþol og hvernig megi nýta þær í matreiðslu og bakstur.
- Kynntar verða helstu ofnæmisfæðis vörur sem hægt er að nota við bakstur og matreiðslu.
- Hvað er hægt að nota í staðinn fyrir ofnæmisvalda ?
- Hvað þarf að hafa í huga við matreiðslu og bakstur á ofnæmisfæði ?
- Skoðaðar verða uppskriftir og stuðst verður við bókina Kræsingar án onæmisvalda sem er til sölu hjá Ofnæmissamtökunum
- Lögð verður áhersla á helstu ofnæmisvalda s.s mjólk, egg, hveiti og hnetur