Ákveðið hefur verið að lengja frest til innritunar í bakstur, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu í Hótel- og matvælaskólanum fyrir haustönn 2021. Fresturinn er til 20. apríl.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Þar segir að nemendur sæki um rafrænt í gegn um menntagátt, miðlægt umsóknarkerfi, og noti til þess íslykil eða rafræn skilríki. Sótt er um námið á menntagatt.is.
Áfangastjóri, Baldur Sæmundsson, veitir nánari upplýsingar um námið í síma 594 4000 milli klukkan 9 og 15 alla virka daga. Netfangið hans er baldur.saemundsson@mk.is.