Umsóknir fyrir páskaúthlutun

Umsóknir fyrir dvöl í orlofshúsum MATVÍS innanlands fyrir páska 2022 opnar til úthlutunar 7. janúar næstkomandi klukkan 09:00. Hægt er að sækja um til klukkan 16:00 þann 27. janúar.

Úthlutað verður rafrænt í gegnum orlofsvef MATVÍS og mun hæsta punktastaða umsækjanda ráða niðurstöðu úthlutunar.

Tímabilið fyrir páska 2022 er frá 13.apríl – 20.apríl (miðvikudagur til miðvikudags).