Umsóknir um orlofshús á nýju ári

Opnað verður fyrir umsóknir um leigu á orlofshúsum innanlands þann 1. nóvember næstkomandi, klukkan tíu að morgni. Þá verður hægt að bóka hús í janúar, febrúar, mars, apríl og maí.

Félagið ´a tvö orlofshús í Grímsnesi, tvö í Svignaskarði og tvær íbúðir í fjölbýlishúsi í Kristjánshaga 2 á Akureyri. Að auki á félagið íbúð í Ljósheimum í Reykjavík.

Athugið að fyrirkomulagið fyrstur kemur, fyrstur fær, gildir um þetta tímabil. Sækja þarf um hús með rafrænum hætti á orlofsvefnum, að undangenginni innskráningu.