Frestur til að sækja um vinnustaðanámsstyrk fyrir árið 2021 rennur út þann 23. nóvember klukkan 15.
Vinnustaðanámssjóður úthlutar styrkjum til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar í því skyni að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi. Rétt til að sækja um styrk eiga fyrirtæki og stofnanir sem uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi.
Styrkur fyrir hvern nema er veittur að hámarki til 48 vikna fyrir árið allt, þó aldrei lengur en sem nemur þeim heildartíma sem krafist er í vinnustaðanámi fyrir viðkomandi nám. Frekari upplýsingar má finna á vef Rannís.
Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Rannís.