Úrslit atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls eru eftirfarandi:

Á kjörskrá voru 1118 og greiddu 486 atkvæði eða 43,47%

Já, ég samþykki verkfall 357 eða 73.46%
Nei, ég samþykki ekki verkfall 117 eða 24.07%
Ég tek ekki afstöðu 12 eða 2.47%

Það liggur þá fyrir að heimild hefur verið veitt til að hefja verkfall 10. Júní til miðnættis 16. júní og síðan ótímabundið frá miðnætti 24. ágúst.