Umsóknartímabili um orlofshús í sumar lauk á mánudag. Í gær fengu þeir tölvupósta sem sendu inn umsóknir.
Þeir sem fengu úthlutun hafa nú fáeinar vikur til að ganga frá greiðslu. Þeim vikum sem ekki verða greiddar verður endurúthlutað.
Opnað verður fyrir umsóknir um þær þann 14. apríl klukkan 09:00. Þá gildir reglan; fyrstur kemur – fyrstur fær.