Veru­lega létt á sam­komu­tak­mörkunum

Frá og með morgundeginum, 24. febrúar, mega veitinga- og skemmtistaðir taka við nýjum gestum til klukkan 22 á kvöldin. Stöðunum þarf að vera búið að loka klukkan 23. Í þessu felst að hafa má opið klukkustund lengur en áður. Jafnframt verða samkomutakmarkanir rýmkaðar úr 20 manns í 50.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt. Þær byggja á tillögum sóttvarnalæknis.

Á meðal annarra aðgerða má nefna að allt að 200 manns verður leyft að koma saman á viðburðum í sviðslistum, íþróttaviðburðum og annars staðar þar sem hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og að það sé að minnsta kosti einn metri á milli fólks. Hámarksfjöldi í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum fer úr 50% úr 75% af leyfilegum hámarksfjölda.

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) skoruðu á stjórnvöld í morgun að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum gegn veitingastöðum, með tilheyrandi fréttaflutningi. Slík umfjöllun grafi undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða.