Vilt þú vinna fyrir okkur?

Hús Fagfélaganna auglýsir eftir meistaranemum, annars vegar í hagfræði og hins vegar viðskiptafræði, til sumarstarfa. Í öðru starfinu felast margvísleg hagfræðitengd verkefni fyrir 2F – Hús Fagfélaganna en að því standa Byggiðn – félag byggingamanna, FIT – félag iðn- og tæknigreina, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, VM, Klipp og Samiðn – samband iðnfélaga.

Í hinu verða verkefnin viðskiptafræðitengd. Þar er mikilvægt að hafa góða þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun. Æskilegt er að hafa þekkingu á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Um er að ræða 100% störf. Hæfniskröfur eru BS eða MS-gráða á viðkomandi sviðum. Nánari upplýsingar má finna hér og hér en umsjónarmaður starfanna er Elmar Hallgrímsson, elmar@samidn.is.