Vinningar fyrir þátttöku í könnun MATVÍS

Gallup hefur nú sent félagsmönnum könnun. Niðurstöður hennar verða meðal annars nýttar að móta áherslur MATVÍS í komandi kjarasamningum. Í könnuninni er einnig er spurt um viðhorf félagsmanna til þjónustu MATVÍS og um kynferðislega áreitni og einelti á vinnustöðum. Brýnt er fyrir félagið að átta sig á umfangi þessa vandamáls meðal félagsmanna. Það mun gera félaginu betur kleift að vinna að hagsmunum félagsmanna og móta aðgerðir til hagsbóta fyrir félagsmenn.

Tekið skal fram að Gallup gætir fyllsta trúnaðar við úrvinnslu könnunarinnar.

Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir út þegar könnuninni er lokið og þeir vinna helgarleigur í orlofsbústöðum MATVÍS. Haft verður samband við vinningshafa en í boði eru helgar utan páska og sumarúthlutunartímabils. Helgarleigurnar gilda á þá orlofsbústaði sem eru hér á landi, sem sagt í Svignaskarði, í Grímsnesi, á Akureyri og í Reykjavík.

Athugið að gott er að hafa launaseðil septembermánaðar við höndina þegar könnuninni er svarað. Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna,

MATVÍS.