Framlenging á kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins var undirrituð fyrir hönd félagsmanna, í Karphúsinu í gær. Gildistími samningsins er til 31. janúar 2024 og hann kveður meðal annars á um 6,75% hækkun launa og hækkun desember- og orlofsuppbóta.
MATVÍS mun á næstu dögum kynna samninginn með ítarlegum hætti. Upplýsingar þar að lútandi verða birtar hér á síðunni.
Að kynningu lokinni munu félagsmenn kjósa um samninginn. Sú kosning verður einnig auglýst hér.