Kokkur ársins 2023

Sindri Guðbrandur Sigurðsson sigraði keppnina Kokkur ársins sem fram fór í IKEA um helgina. Til úrslita kepptu fimm matreiðslumenn.

Keppnin var að sögn Veitingageirans æsispennandi. Hún fór fram í sérútbúnum keppniseldhúsum í miðri verslun IKEA. Um 8 þúsund manns kíktu á keppnissvæðið.

Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson en í því þriðja Iðunn Sigurðardóttir.

Fleiri myndir frá keppninni má sjá hér.